









Dyngja
Dyngja skelbuxurnar eru gerðar úr endingargóðu þriggja laga efni með 10.000 mm vatnsheldni. Efnið hefur ákveðinn stífleika sem gefur buxunum formfast yfirbragð og tryggir áreiðanlega virkni við krefjandi aðstæður. Buxurnar henta vel í ýmisskonar útivist eða hreyfingu eins og í fjallgöngu eða á skíðum.
Buxurnar eru með tvöföldum snúrugöngum með teygju í mitti sem gera manni kleift að aðlaga sniðið. Neðst á skálmunum eru smellur sem auðvelda notkun buxnanna yfir kulda- eða skíðaskó. Á hliðunum eru AquaGuard® vatnsheldir rennilásar.
- Framleiðsluábyrgð Lestu ábyrgðarskilmálana okkar
- Stíll
Skelbuxur
Frí heimsending á öllum pöntunum yfir 20.000 ISK
Samkvæmt reglum um rafræn kaup má falla frá kaupum án þess að tilgreina nokkra ástæðu innan 14 daga frá afhendingu vörunnar fyrir fulla endurgreiðslu.
Upplýsingar um skilareglur hér.