1/6

Drangar

Product code: W11853-900-S
Einstaklega létt og hlý vegan dúnúlpa gerð úr GORE-TEX WINDSTOPPER® vatnsfráhrindandi efni.
95.000 ISK
Litur
Black
Stærð S

Drangar dúnúlpan er vegan og einstaklega hlý og létt. Efnið í hettunni, á öxlunum og hluta ermanna er gert úr 2L GORE-TEX WINDSTOPPER® efni sem er vatnsfráhrindandi, hefur gott vindþol og andar vel. Efnið á maga og baki er gert úr léttu ripstop nylon efni.

Úlpan er einangruð með Thermore® Genius Free Fiber örtrefjum sem gerir hana einstaklega hlýja, en sérstök uppbygging trefjanna gerir úlpuna jafnframt ennþá hlýrri eftir þvott. Úlpan er án allra PFAS-efna og trefjarnar eru framleiddar úr endurunnu plasti, með allt að 50% endurunnu efni.

Hægt er að þrengja hettuna bæði að framan og aftan. Riflás um úlnliði, tveir renndir hliðarvasar, tveir renndir brjóstvasar og einn renndur vasi að innan fyrir smámuni.

Fyrir konur mælum við með að taka einni til tveimur stærðum minna en venjulega.