1/3

99 Years | Snæfell

Product code: W41288-900-S
Snæfell Polartec® NeoShell® skelbuxurnar þola létta úrkomu og hafa einstaka öndunareiginleika.
49.000 ISK
Litur
Black
Stærð S

Sérstök útgáfa tileinkuð daglegu lífi Íslendinga sem 66°Norður hefur verið hluti af frá 1926. Í línunni finnur þú flíkur sem flestir þekkja, Vatnajökul og Snæfell skeljarnar ásamt hettupeysu og bol. Í þetta skiptið prýða þessar klassísku vörur merki 66°Norður á hvolfi, en það er til að fagna 99 ára afmæli fyrirtækisins. Línan kemur í takmörkuðu upplagi þar sem aðeins 99 eintök voru framleidd af jökkunum og buxunum.

Snæfell NeoShell® buxurnar eru með 10.000 mm. vatnsheldni og einstaka öndunareiginleika. 10.000 mm vatnsheldni þýðir að hægt er að nota þær í léttri úrkomu en ef um er að ræða mjög mikla úrkomu í lengri tíma mun efnið á einhverjum tímapunkti gefa eftir. Þetta snýst allt um jafnvægi og til að ná fram þeirri einstöku öndun sem Polartec Neoshell efnið býr yfir, þá getur vatnsheldnin ekki verið of mikil. Því meiri sem vatnsheldnin er, því síðri verður öndunin.

Rennilásar á skálmum upp að hnjám með stormlista að innanverðu. Innbyggt belti og teygja í mitti. Riflás við ökkla og styrkingar í faldi. Buxurnar henta vel í gönguferðir, á skíði, í hjólaferðir, á kajak eða einfaldlega í hvaða útivist sem er.